Ritið | 2021

Afgerandi augnablik: Um tráma og úrvinnslu í kvikmyndinni Andkristur eftir Lars von Trier

 

Abstract


Í greininni er fjallað um hvernig líta megi á kvikmynd Lars von Trier, Andkrist (Antichrist, 2009), sem listræna birtingarmynd þess ferlis sem fer í gang þegar einstaklingur upplifir tráma en komið er í veg fyrir að sorgarúrvinnsla geti átt sér stað. Kenningum Sigmund Freud um tráma og ólík stig losunar og úrvinnslu sem einstaklingur fer í gegnum eftir trámatíska upplifun er beitt við greiningu á kvikmyndinni, sem og kenningum Jacques Lacan um greinarmuninn á raun (fr. le réel) og raunveruleika (fr. la réalité). Þessar kenningar sálgreiningarinnar eru settar í samhengi við skrif heimspekinganna Henri Bergson og Pauls Ricoeur um minningar og þann greinarmun sem fyrirbærafræðin hefur gert á upplifun og reynslu. Þessi greinarmunur varðar meðal annars hæfileika mannsins til að beita táknum og myndum til að halda hinu trámatíska augnabliki í skefjum, eða með öðrum orðum að nota táknkerfi menningarinnar til að horfast í augu við raunina sjálfa og finna leið til að halda henni í skefjum. Með vísun í þessar kenningar eru færð rök fyrir því að gagnlegt sé að skoða kvikmyndina Andkrist sem táknsögu sem geri hið trámatíska viðráðanlegt, á sama tíma og hún fjallar um það sem getur mögulega gerst ef haldið er aftur af þörf þess sem orðið hefur fyrir tráma til að snúa aftur til hins afgerandi augnabliks.

Volume None
Pages None
DOI 10.33112/ritid.21.1.4
Language English
Journal Ritið

Full Text